Musings I – 7 verk fyrir gítar
Heftið inniheldur verk fyrir klassískan gítar, þ.e. nótur af sömu verkum á Spotify.
Verkin falla undir spilagetu frá efra grunnnámi til neðra framhaldsnáms.
Tónlistarstíll er að mestu tónal klassík en greina má djass og fönk í einhverjum tilfellum.
Hljómabókstafir eru yfir öllum nótnalínum nema í fyrsta verkinu.
Upptökur af flutningi höfundar á lögunum voru gefnar út undir sama heiti (Musings I) sem albúm á Spotify í janúar 2022.
Stuttur texti um hvert verk er aftast í heftinu ásamt tileinkun.
Enskur titill: Musings I – 7 Pieces for Guitar
Höfundur: Gylfi Garðarsson
Kápumynd: „Sólarlagskyrrð“ (Gylfi Garðarsson, 1985)
Nótuútgáfan – des. 2022 – ISMN 9789979921462 – A4 – 16 bls.
Lyndi (Moods) – Ung í anda (Young at Heart) – Sólarlagskyrrð (Tranquil Sunset) – Haust (Autumn Drift) – Til þín (Affection) – Leysing (Break loose) – Sælir sumardagar (Sweet Days of Summer)