Altaristafla Skálholtskirkju

Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar, hóf starfsemi árið 1991. Er öll tónbókaútgáfa þjóðkirkjunnar nú í umsjá forlagsins.

Segja má að útgáfa sálmasöngsbókarinnar 1935 marki upphaf tónbókaútgáfu á vegum þjóðkirkjunnar. Höfðu dómorganistarnir Sigfús Einarsson og Páll Ísólfsson veg og vanda af útgáfunni. Um áratugi var endurprentun þeirrar merku bókar svo til eina nótnaútgáfa kirkjunnar. Með tilkomu Skálholtsútgáfunnar urðu hins vegar mikil umskipti að þessu leyti og hefur forlagið stóraukið útgáfu nótnaefnis fyrir kirkjustarfið. Messusöngur fer nú fram með nýlegum sálmasöngbókum og orgelbókum útgáfunnar en samsöngur barna og fleiri hópa með kóraheftum útgáfunnar (Söngvaseiður 1-16). Er það efni einnig mikið nýtt af barna- og kvennakórum utan kirkjunnar, t.d. í grunnskólum með kórastarf. Skálholtsútgáfan var stofnfélagi í SÍTÓN 2012.

Vefsíða: Kirkjuhúsið.is