Feðgarnir Eyþór Þorláksson og Sveinn Eyþórsson hleyptu útgáfunni The Guitar School – Iceland (Gítarskólinn) af stokkunum árið 1991. Útgáfusvið forlagsins er kennsluefni, frumsamin verk og útsetningar fyrir gítarleik eftir þá feðga. Er framlag Eyþórs umsvifamikið eins og vænta má.

Eyþór Þorláksson varð sannkallaður nestor í tónlistarlífi Íslands með starfsferil sem náði aftur til 1946 og spannaði flesta þætti tónlistarfagsins (klassík, dægurtónlist, kennslu, útgáfu o.fl.). Framlag hans til fræðslu í gítarleik er án hliðstæðu. Kennsluefni hans á 8. áratunum (Gítarskólinn, 1974) var t.d. brautryðjendaverk að gæðum í íslenskri tónlistarfræðslu. Sveinn Eyþórsson fylgdi í fótspor föður síns sem hljóðfæraleikari, kennari og höfundur gítarverka auk hugbúnaðar fyrir kennsluumsýslu í tónlistarskólum.
Nánar um starfsferil: Ísmús.is og Eythorsson.com.
Sveinn var stofnfélagi í SÍTÓN 2012.

Vefsíða: Classical Guitar School.com