Samband íslenskra tónbókaútgefenda
dæmi um útgefið efni
Söngvasveigur 5 – Út um græna grundu
Söngvasveigur 5 - Út um græna grundu - 55 íslensk og erlend lög fyrir barnakóra og kvennakóra (sópran og alt) Efnisval og framsetning: Þórunn Björnsdóttir og Egill Rúnar Friðleifsson Skálholtsútgáfan – 1995 – B5 – 101 bls. Um útgefandann Söluaðili er netverslun Skálholtsútgáfunnar og Kirkjuhúsið. Aðrir SÖLUAÐILAR
Skemmtileg lög fyrir píanó 1. hefti
24 íslensk og erlend lög í útsetningum fyrir nemendur sem eru komnir ágætlega af stað í píanónámi. Blanda af þekktum dægurlögum, þjóðlögum og klassískum verkum auk 4 laga eftir Björgvin Þ. Valdimarsson.
Höfundur bóka og útsetninga: Björgvin Þ. Valdimarsson. Myndahöfundur: Sigríður M. Njálsdóttir.
Nótnaútgáfa BÞV – 2009 – A4 – 46 bls. Um útgefandann
MelodiNord – Violin
100 þjóðlög frá Norðurlöndunum og þjóðarbrotum innan þeirra, tónsett fyrir viðkomandi hljóðfæri. Bókin er gott ítarefni í hljóðfæranámi eða almennum hljóðfæraleik. Lagavalið gefur heildarsýn yfir þjóðlagahefð frá heimshlutanum. Bókstafahljómar eru við lögin en ekki söngtextar.
Höfundur bókar: Jón Aðalsteinn Þorgeirsson (samval, framsetning, nótur, umbrot)
Höfundarútgáfa – 2013 – A4 – 39 bls. Um útgefandann
Tónheyrnarverkefni 1
Fyrsta hefti í röð 5 kennslubóka í munnlegri tónheyrn, sem byggðar eru á námskrá í tónfræðum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Höfundur: Guðfinna Guðlaugsdóttir
Nótnaskrift – 2000/.../2020 – A5 – 43 bls. Um útgefandann
SÖLUAÐILAR
Söngvasafn Kaldalóns 9. hefti
25 lög: 7 einsönsglög, 9 kórlög (karla+blandaða), 5 sálmalög og 4 Kaldalónsþankar (hljóðfæri með og án söngs).
Höfundur: Sigvaldi Stefánsson Kaldalóns
Kaldalónsútgáfan – 1946/.../76 – A4+ (9"x12") – 64 bls.
Um útgefandann
Tónfimi I – Klarínett
Úr ritröð kennsluhefta í tónfræði, sérsniðin fyrir nemendur í grunnnámi á blásturshljóðfæri.
Höfundar: Berglind Stefánsdóttir og Össur Geirsson
Nostur – 2018 – A4 – 67 bls. Um útgefandann
Í útileguna með Rolling Stones
15 af vinsælustu lögum Rolling Stones í aðgengilegum hljómasetningum við hvert lag. Textar, hljómar og gítargrip.
Samval og framsetning: Ingvar Jónsson og Kristján Viðar Haraldsson
Báðir – 2004 – A6 – 32 bls. (bókasöfn)
Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar.
Gítar-leikur – Byrjendabók
Gítar-leikur (gítarleikur) - Byrjendabók - í klassískum gítarleik
Fyrir byrjendur, fyrsta skrefið í tæknilegri uppbyggingu og nótnalestri. Kynning og þjálfun í grunntækni gítarleiksins og byrjun á nótnalestri.
Í bókinni má finna þekkt lög í bland við ný og verkefni sem þjálfa tækni og spuna.
Á heimasíðu bókanna, Gítarleikur.is, hægt að hlusta á lögin í bókum útgáfunnar.
Höfundur: Þorvaldur Már Guðmundsson
Nótnaútgáfa Þ.M.G. – 2014 – A4 – 35 bls. Um útgefandann
Saxófónmiðuð tónfræði – Grunnnám 1
Úr ritröð samhæfðra kennsluhefta í tónfræði fyrir börn og fullorðna í hljóðfæranámi. Fylgir kröfum námsskrár í tónlist. Ritröðin var tilraunakennd fyrir frumútgáfu.
Höfundur: Þórir Þórisson
Útgefið af höfundi – 2017 – A4 – 35 bls. Um útgefandann
Sönglög III
21 einsöngslög, valin samkv. námskrá menntamálaráðuneytisins fyrir grunnnám í söng.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 1996 – A4+ (8,5"x12") – 54 bls. Um útgefandann
Hlustun og greining – Grunnnám 2
Ritröð samhæfðra kennsluhefta í tónverkagreiningu fyrir börn og fullorðna í tónlistarnámi. Fylgir kröfum námsskrár í tónlist um grunnnám og miðnám.
Höfundur: Þórir Þórisson
Höfundarútgáfa – 2008 – A4 – 42 bls. Um útgefandann
Samleikssafn – Kvartett I-B
Fjögur íslensk sönglög útsett fyrir blásturs- og/eða strokhljóðfæri í C og Bb. Hjá lygnri móðu–Í fjarlægð–Skólavörðuholtið–Íslenskt vögguljóð á hörpu. Fyrsta og önnur rödd eru í G-lykli. Þriðja rödd í G- og alt-lykli. Fjórða rödd í G- og F-lykli. Raddskrá með ljóðatextum er 12 blaðsíður. Hver hljóðfærarödd er 4 blaðsíður.
Höfundur: Sigurður Ingvi Snorrason (Samval, útsetningar, framsetning)
Musis – 2010 – A4 – 28 bls. Um útgefandann