Samband íslenskra tónbókaútgefenda
dæmi um útgefið efni
Hornmiðuð tónfræði – Grunnnám 2
Úr ritröð samhæfðra kennsluhefta í tónfræði fyrir börn og fullorðna í hljóðfæranámi. Fylgir kröfum námsskrár í tónlist. Ritröðin var tilraunakennd fyrir frumútgáfu.
Höfundur: Þórir Þórisson
Útgefið af höfundi – 2018 – A4 – 44 bls. Um útgefandann
Píanó-leikur 1. hefti
Kennslubók fyrir grunnnám í píanóleik. Léttar byrjendaútsetningar af þekktum íslenskum og erlendum lögum ásamt nokkrum tónfræðiverkefnum. Áhersla er lögð á að spila eftir minni (eftir eyranu) og að útsetja lög. Nótnaútgáfa BÞV – 2014 – A4 – 47 bls. Um útgefandann
Sönglög I
19 einsöngslög, valin samkv. námskrá menntamálaráðuneytisins fyrir grunnnám í söng.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 1994 – A4+ (8,5"x12") – 46 bls. Um útgefandann
Íslensk einsöngslög 6
Sýnisbók með 31 einsöngslögum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands 2018.
Gefur innsýn í mikla fjölbreytni íslenskra einsöngslaga og ólík efnistök höfundanna.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 2017 – A4+ (9″x12″) – 112 bls. Um útgefandann
Páll Ísólfsson – Einsöngslögin
Heildarútgáfa einsöngslaga Páls Ísólfssonar, 59 talsins. Þar af 17 frumútgefin hér.
Lögin eru samin við ljóð 27 höfunda og 6 biblíutexta.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 2017 – A4+ (9"x12") – 164 bls. Um útgefandann
Jólasöngvar – Textar
118 söngtextar við 93 íslensk og erlend jóla- og áramótalög fyrir einstaklings- eða samsöng. (Innihald) Bókarhöfundur: Gylfi Garðarsson (Samval, framsetning, nótnasetning, umbrot) Nótuútgáfan – 1996 – A6 – 120 bls. Um útgefandann Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar.
Dísa ljósálfur
Hefti í A4 stærð sem inniheldur 13 frábær lög eftir Gunnar Þórðarson við texta Páls Baldvins Baldvinssonar í söngleiknum Dísu ljósálfi. Laglínunótur með hljómabókstöfum yfir og textum undir. Öll textaerindi standa auk þess sjálfstætt hægra megin á hverri opnu.
Nótuútgáfan – 2010 – A4 – 28 bls. Um útgefandann
MP3: Byrjunin á "Ég er bý"
PDF: Ókeypis kynningaropna úr bókinni
Sönglögin okkar – Flauta/Fiðla/Óbó
100 þjóðþekkt sönglög tónsett fyrir viðkomandi hljóðfæri. Bókin er gott ítarefni í hljóðfæranámi eða almennum hljóðfæraleik. Lögin eru innlend og erlend – þjóðlög, ættjarðarsöngvar, sálmar og dægurlög. Bókstafahljómar eru við lögin en ekki söngtextar.
Höfundur bókar: Jón Aðalsteinn Þorgeirsson (samval, framsetning, nótur, umbrot)
Höfundarútgáfa – 2009 – A4 – 39 bls. Um útgefandann
Jólalögin mín – Es-Túba
81 jólalag fyrir Es-Túbu sem miðast við spilahæfni í grunn- og miðnámi. Bókstafahljómar fyrir meðleikara í hverju lagi. 8 lög eru í tveimur útsetningum.
Samval, framsetning, nótnasetning og umbrot: Össur Geirsson
Höfundur bókar: Össur Geirsson
Nostur – 2013 – A4 – 50 bls. Um útgefandann
Einsöngslög V (Há / Lág)
Sýnisbók með 19 einsöngslögum. Gefur innsýn í fjölbreytni íslenskra einsöngslaga og ólík efnistök höfunda.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 1994-97 – A4+ (9"x12") – 56 bls. Um útgefandann
Einsöngslög IV (Há / Lág)
Sýnisbók með 20 einsöngslögum. Gefur innsýn í fjölbreytni íslenskra einsöngslaga og ólík efnistök höfunda.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 1994-97 – A4+ (9"x12") – 56 bls. Um útgefandann
Tónfimi I – Trompet
Úr ritröð kennsluhefta í tónfræði, sérsniðin fyrir nemendur í grunnnámi á blásturshljóðfæri.
Höfundar: Berglind Stefánsdóttir og Össur Geirsson
Nostur – 2018 – A4 – 67 bls. Um útgefandann