Jólasöngvar – Nótur / Textar – Textar, nótur, hljómar (Innihald)
Bækurnar Jólasöngvar – Nótur/Textar eru samhæfð safnrit með sönglög jóla og áramóta flokkuð í AÐVENTU, JÓLADANSA, JÓLAHÁTÍÐ og ÁRAMÓT. Nótubókin er hugsuð fyrir hljóðfæraleik og söngstjórn en textabókin fyrir almennan söng sömu laga. Bækurnar innihalda samhæft lagaval, númeraröð og kafla. Öll textaerindi og aukatextar eru í textabókinni en í nótnabókinni aðeins þau erindi sem pláss er fyrir. Laglínunótur 93 söngva með bókstafahljómum eru í nótubókinni og 118 söngtextar við þau sömu lög í textabókinni. Bókstafahljómar eru yfir laginu, oftast í samræmi við frumheimild. Við mörg laganna í nótnabókinni er getið um uppruna svo sem erlent heiti lags ásamt heimildatilvísunum. Heimildaskrá er aftast í nótnabókinni ásamt efnisyfirliti fyrir báðar bækur með lagaheitum, upphöfum, viðkvæðum og laganúmerum.
Samval og framsetning: Gylfi Garðarsson
Nótuútgáfan – 1996 – ISBN 9979921439 – A6 – 120 bls. (nánar á Leitir.is)
Jólasöngvar – Textar
118 söngtextar við 93 íslensk og erlend jóla- og áramótalög fyrir einstaklings- eða samsöng. (Innihald)
Bókarhöfundur: Gylfi Garðarsson (Samval, framsetning, nótnasetning, umbrot)
Nótuútgáfan – 1996 – A6 – 120 bls. Um útgefandann
Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar.
Útgefandi | |
---|---|
Ritröð |
Áhugavert efni
Jólalög fyrir píanó 2. hefti
24 íslensk og erlend lög eru í heftinu. Öll eru útsett fyrir tvær hendur (einleik). Útsetningarnar eru hugsaðar fyrir börn sem eru í grunnnámi í píanóleik (2. stig). Textar fylgja flestum lögunum. Nótnaútgáfa BÞV – 1995/2021 – A4 – 32 bls. Um útgefandann
Jólalög fyrir píanó 3. hefti
17 lög eru í heftinu. Öll lögin eru útsett fyrir tvær hendur (einleik). Útsetningarnar eru hugsaðar fyrir nemendur í grunn- til miðnámi á píanó (3.-4. stig). Tex7tar fylgja flestum lögunum. Nótnaútgáfa BÞV – 1995/2021 – A4 – 32 bls. Um útgefandann
Jólasöngvar – Nótur
93 íslensk og erlend jóla- og áramótalög fyrir einstaklings- eða samsöng og hljóðfæraleik. (Innihald) Bókarhöfundur: Gylfi Garðarsson (Efnisval, framsetning, nótnasetning, umbrot) Nótuútgáfan – 1996/../2008 – A5 – 111 bls. Um útgefandann Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar.
Söngvasveigur 1 – Hátíð fer að höndum ein
Söngvasveigur 10 – Yfir fannhvíta jörð
Tengdar vörur
Gítar jól (gítarjól)
Gítar-leikur – Byrjendabók
Lögin úr Skilaboðaskjóðunni
Sígild sönglög 2
100 "rútubílasöngvar", íslensk og erlend lög fyrir einstaklings- eða samsöng og hljóðfæraleik. INNIHALD Bókarhöfundur: Gylfi Garðarsson (Samval, framsetning, nótnasetning, umbrot) Nótuútgáfan – 1995/../2004 – A5 – 138 bls. Um útgefandann Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar.
Söngdansar I
Söngvasveigur 2 – Ég vil elska mitt land
Söngvasveigur 2 - Ég vil elska mitt land - 33 ættjarðarlög, raddsett fyrir sópran og alt (kvenna- eða barnakór) Efnisval og framsetning: Margrét Bóasdóttir og Glúmur Gylfason Skálholtsútgáfan – 1995 – B5 – 76 bls. Um útgefandann Söluaðili er netverslun Skálholtsútgáfunnar og Kirkjuhúsið. Aðrir SÖLUAÐILAR