Íslensk þjóðlög – Útsetningar fyrir píanó – Miðnám
Bókin miðast við meðalfærni í píanóleik, á miðnámsstigi, og inniheldur tólf ólíkar útsetningar íslenskra tónskálda á 12 þjóðlögum. Í bókinni eru söngtextar og leiðbeiningar þar sem við á bæði á íslensku og ensku. Einnig eru í bókinni teikningar sem má lita og stuttir textar um tónskáldin.
Innihald bókarinnar endurspeglar á sinn hátt íslenska tónlistarsögu á 20. öld. Elsta útsetning í bókinni er frá öðrum áratug 20. aldar og sú yngsta gerð 100 árum síðar.
Þessi bók er í 3 hefta ritröð Polarfonia Classics „Íslensk þjóðlög – útsetningar fyrir píanó“ fyrir grunn- mið- og framhaldsnám.
Teikningar: Freydís Kristjánsdóttir
Efnisval, hönnun og ritstjórn: Þórarinn Stefánsson
Polarfonia Classics – 2016 – ISMN 9790902031110 – A4+ (9″x1205″) – 39 bls.
Innihald:
Enginn lái öðrum frekt – Ég skal vaka og vera góð – Hugleiðing um íslenskt þjóðlag – Kvölda tekur sezt er sól – Nú er Ísafoldin frjáls – Praeludium Ísland, farsælda frón – Sofðu unga ástin mín – Úti ert þú við eyjar blár – Veröld fláa – Vísnalög – Þegar ég smáu fræi í fold – Öll náttúran enn fer að deyja