Þekking og reynsla
Meðlimir SÍTÓN eru útgefendur nótnabóka, kennslugagna, fræðirita og tengds efnis á sviði tónlistar.
Innan félagsins eru sumar af reyndustu og elstu útgáfum tónbóka á Íslandi. Upphafsár Kaldalónsútgáfunnar var 1946 og margar útgáfur hófu störf á árunum 1980-2000. Yngsta útgáfan hóf störf 2013. Margir félagsmenn eru frumhöfundar efnis í sínum bókum og flestir eru safnverkshöfundar sinna bóka af þeirri gerð.