Námsefnissjóður Sítón og Menntamálaráðuneytisins, NSM, fékk 13 umsóknir um styrki í haustúthlutun 2023 að upphæð samtals 13,8 milljónir króna. Sjóðurinn hafði til ráðstöfunar samtals 4,5 m. króna fyrir úthlutunina og má að hámarki styrkja hverja umsókn um 1 m. króna.
Að teknu tilliti til ráðstöfunarfjár sjóðsins og matskvarða sem skiptist í 5 meginþætti og 12 undirþætti var niðurstaða úthlutunarnefndar NSM að veita 8 styrki að upphæð samtals 4,5 milljónir króna. Hlutu flestar umsóknir lægra framlag en sótt var um.
Eftirfarandi umsækjendur hlutu styrki frá NSM haustið 2023:
Bragi Þór Valsson | (Miðprófsviðbætur við tónfræði.is) |
Gísli Jóhann Grétarsson | (Kjarni 1 (grunnnám), kennsluefni í tónfræði, og tónlistarsögu og hlustun) |
Jón Aðalsteinn Þorgeirsson | (Sönglögin okkar - Endurskipulögð og uppfærð) |
Marie Huby | (Regnboganótur - kennslubók í píanóleik fyrir nemendur með þroskafrávik) |
Marta E. Sigurðardóttir | (Ópus 1 - Uppfærsla og endurnýjun) |
Pamela De Sensi | (Kringum heiminn með Fjólu Flautu) |
Stefán S. Stefánsson | (12 vikna popp og jazzhljómfræðiáfangi) |
Þórunn Guðmundsdóttir | (Eyrnakonfekt - Samsöngsverkefni á íslensku fyrir söngnema í miðnámi) |