Fréttir-Tilkynningar

SÍTÓN fær aðild að Fjölís skv. gerðardómi

Niðurstaða gerðardóms um aðild SÍTÓN að Fjölís var birt í gær, 11. desember.  Dæmt var að aðildin sé samþykkt og taki gildi við dómsuppkvaðninguna. SÍTÓN ber engan kostnað af málaferlinu skv. dómnum.

Formlega hófst málið þegar SÍTÓN sótti um aðild með bréfi 18. október 2012. Í allt hefur aðildarferlið því tekið 14 mánuði, þar af 5 mánuði eftir þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní.

Félagsmenn SÍTÓN fagna þessum mikilvæga áfanga og horfa nú björtum augum fram á veginn með væntingar um árangursríkt samstarf við samherja innan Fjölís. Stjórn SÍTÓN er sannfærð um að aðildin muni styrkja Fjölís varðandi tónlistarsamninga og vonandi að öðru leyti líka.

Með aðildinni mun aðkoma íslenskra tónbókaútgefenda að ljósritunarsamningum tónlistar færast nær því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Stefna SÍTÓN um eflingu útgáfu tónbóka ætti að byrja að njóta góðs af aðildinni á næsta ári eða 2015. Á næstu vikum kemur betur í ljós hve fljótt þessi nýja staða skilar því sem stefnt var að.

Gerðardómur um aðild SÍTÓN að Fjölís

Related Posts