Fréttir-Tilkynningar

NSM – Opnað á styrkumsóknir

Gylfi Garðarsson og Ásmundur Einar Daðason handsala samning um NSM

Námsefnissjóður Sítón og Menntamálaráðuneytisins (NSM) hefur opnað fyrir umsóknir um styrki vegna fyrri úthlutunar með umsóknarfrest til 15. nóvember 2023. Umsóknarformið er á vef Sítón og fyllist út þar (sjá: NSM   STYRKUMSÓKN). Úthlutunarreglur sjóðsins má nálgast HÉR.

Sjóðurinn styrkir höfunda tónbóka um hluta höfundarlauna árin 2023-2024 í samræmi við uppgefin markmið samningsins. Þau helstu eru að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu tónbóka fyrir tónlistarskóla svo auka megi framboð og fjölbreytileika námsgagna í takt við þarfir nemenda og skóla. Til tónbóka teljast nótnarit, kennslugögn og fræðirit fyrir tónlistarnám, ásamt tengdu efni á prenti eða stafrænt.

Höfundar kennsluefnis og aðrir áhugasamir í fagfélögum tónlistarkennara eru hvattir til að sækja um styrk fyrir verkefnum sem falla að markmiðum sjóðsins.

Úthlutunarnefnd sjóðsins skipa Gylfi Garðarsson (SÍTÓN), Össur Geirsson (SÍTÓN) og Aron Örn Óskarsson (STS).