Íslensk þjóðlög – Útsetningar fyrir píanó – Grunnnám

Fyrir byrjendur-grunnnám. Þrettán píanóútsetningar á íslenskum þjóðlögum eftir jafn mörg tónskáld auk eins frumsamins verks eftir Þorkel Sigurbjörnsson í anda gamalla kvæðalaga.
Efnið gefur góða hugmynd um fjölbreytta möguleika á nýsköpun úr þjóðlagaarfinum.
Teikningar: Freydís Kristjánsdóttir
Efnisval, hönnun og ritstjórn: Þórarinn Stefánsson
Polarfonia Classics – 2016 – A4+ (9″x12,5″) – 31 bls.         Um útgefandann

SÖLUAÐILAR

Vörunr. ISMN 9790902031103 Vöruflokkar: , , Tags: , ,
Vörulýsing

Íslensk þjóðlög – Útsetningar fyrir píanó – Grunnnám
Bókin er ætluð byrjendum í píanóleik, á grunnnámsstigi, og inniheldur fjórtán ólíkar útsetningar íslenskra tónskálda á 13 þjóðlögum og einu frumsömdu verki. Í bókinni eru söngtextar og leiðbeiningar þar sem við á bæði á íslensku og ensku. Einnig eru í bókinni teikningar sem má lita og stuttir textar um tónskáldin.
Innihald bókarinnar endurspeglar á sinn hátt íslenska tónlistarsögu á 20. öld. Elsta verkið í bókinni er frá fyrsta áratug 20. aldar og það yngsta samið 100 árum síðar.
Þessi bók er í 3 hefta ritröð Polarfonia Classics „Íslensk þjóðlög – útsetningar fyrir píanó“ fyrir grunn- mið- og framhaldsnám.
Teikningar: Freydís Kristjánsdóttir
Efnisval, hönnun og ritstjórn: Þórarinn Stefánsson
Polarfonia Classics – 2016 – ISMN 9790902031103 – A4+ (9″x1205″) – 31 bls.

Innihald:

Guð þeim launi – Lifnar hagur, hýrnar brá – Sumri hallar, hausta fer – Veröld fláa – Móðir mín í kví, kví – Sof þú blíðust barnkind mín – Stígur hún við stokkinn – Krummi krunkar úti – Krummi svaf í klettagjá – Fagurt galaði fuglinn sá – Ljósið kemur langt og mjótt – Kvölda tekur, sest er sól – Sæmundur – Stemma: kvæðalag

Aðrar upplýsingar
Útgefandi

Ritröð