Ísland, farsælda frón

Fjórtán útsetningar fyrir píanó við lagið Ísland, farsælda frón. Tónverk 9 tónskálda.
Gefur góða hugmynd um fjölbreytta möguleika á nýsköpun úr þjóðlagaarfinum.
Efnisval, hönnun og ritstjórn: Þórarinn Stefánsson
Polarfonia Classics – 2013 – A4+ (9″x12″) – 35 bls.         Um útgefandann

SÖLUAÐILAR

Vörunr. ISMN 9790805100029 Vöruflokkar: , Tags: ,
Vörulýsing

Ísland, farsælda frón
Bókin er ætluð píanóleikurum á mið- og framhaldsstigi og inniheldur fjórtán ólíkar útsetningar íslenskra tónskálda á einu þekktasta þjóðlagi Íslendinga, Ísland, farsælda frón við texta Jónasar Hallgrímssonar. Þá er í bókinni grein eftir Njál Sigurðsson um hugsanlega tilurð þjóðlagsins, myndir og stuttir textar um tónskáldin og kvæði Jónasar auk nokkurra orða um skáldið eftir Tryggva Gíslason fyrrum skólameistara.

Innihald bókarinnar endurspeglar á sinn hátt íslenska tónlistarsögu á 20. öld. Elsta verkið í bókinni er eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, samið á fyrsta áratug 20. aldar. Yngstu verkin voru samin árið 2012. Tengingu aftur í aldir má greina í gegnum þjóðlagið sjálft, tvísönginn og texta Jónasar Hallgrímssonar.
Efnisval, hönnun og ritstjórn: Þórarinn Stefánsson
Polarfonia Classics – 2013 – ISMN 9790805100029 – A4+ (9″x12″) – 35 bls.

Höfundar:

Jón Leifs – Hallgrímur Helgason – Oliver Kentish – Sveinbjörn Sveinbjörnsson – Magnús Blöndal Jóhannsson – Karólína Eiríksdóttir – Tryggvi M. Baldvinsson – Ríkharður Örn Pálsson – Kolbeinn Bjarnason

Aðrar upplýsingar
Útgefandi