Söngdansar II
Þetta seinna hefti inniheldur 16 píanó- og hljómborðsútsetningar úr söngvaleikjunum Allra meina bót og Deleríum Búbónis eftir bræðurna Jón Múla og Jónas Árnasyni. Í einum söngvanna, Prólógus, var lagið samið af Gísla Halldórssyni leikara en hann aftók að það skyldi upplýst meðan hann lifði og þess vegna var þess fyrst getið í seinni prentun heftisins.
Magnús Ingimarsson á heiðurinn af vönduðum píanóútsetningum Allra meina bót söngvanna og dansins Vikivaka sem Jón Múli skeytti inn í 10 ára afmælisuppfærslu Þjóðleikhúsins á Deleríum Búbónis 1968. Hljómborðsútsetning Carls Billich af söngvum Deleríum Búbónis er óbreytt frá hans hendi að ósk Jóns Múla og Magnúsar. Sú útsetning er í raun samandráttur fyrir litla leikhúshljómsveit í Mið-Evrópskum stíl enda var Carl Billich frá Austurríki þar sem hann starfaði sem píanóleikari áður en hann fluttist til Íslands.
Jón Múli og Magnús yfirfóru prófarkir heftisins.
Eins og í Söngdönsum I eru nótuútsetningarnar hér með hljómabókstöfum yfir nótum og texta hvers söngs þannig að bókin nýtist einnig fyrir flest önnur hljómaspilshljóðfæri svo sem gítar og harmoniku. Auðvelt er að nota bókina til söngs eða spils á laglínum söngvanna þar sem laglínan er að jafnaði efsta rödd í útsetningunum.
Höfundar: Jón Múli Árnason og Jónas Árnason
Nótuútgáfan – 1996/2004 – ISBN 9979921412 – A4 – 37 bls. (nánar á Leitir.is)
Augun þín blá – Ég man þá tíð – Gettu hver hún er – Lokasöngur – Prólógus – Söngur Stórólfs – Það sem ekki má
Allt á okkar valdi – Ástardúett – Brestir og brak – Einu sinni á ágústkvöldi – Kátt er um jólin – Ljúflingshóll – Sérlegur sendiherra – Snjór og vítamín – Vikivaki