Ýmislegt

Creative Europe – Verkefnastyrkir

Á vegum EES ríkja er feikilegum fjármunum veitt árlega í að styrkja verkefni innan skapandi greina. Það sem fáir hérlendis gera sér hins vegar grein fyrir er að íslenskir aðilar hafa aðgang að þessum styrkjum, annað hvort sem stofnendur umsóknar eða sem samstarfsaðilar umsækjenda frá öðrum EES löndum. http://eacea.ec.europa.eu/img/visuals/creative-europe/jpeg/LogosBeneficairesCreativeEuropeRIGHT_EN.jpg

Sérstök upplýsingaveita heldur utanum fjárveitingar Creative Europe og er full ástæða fyrir fólk í skapandi greinum á Íslandi til að fylgjast með vefsíðunni ef hugurinn stefnir á stærri mið annarra Evrópulanda.

Dæmi um möguleg verkefni:

Hingað til hefur lítil þátttaka verið í slíkum verkefnum frá Íslandi og skýrist það líklega af rýrri og skipulagslausri ráðgjöf um styrkina hér heima. Áhugasamir gætu þó byrjað að athuga hvort Útflutningsstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) eða Skrifstofa alþjóðasamskipta við HÍ geti veitt „fyrstu hjálp“.