Fréttir-Tilkynningar

Samband íslenskra tónbókaútgefenda

Samband íslenskra tónbókaútgefenda, SÍTÓN, var stofnað 30. maí 2012 af útgefendum nótnabóka og skylds tónlistarefnis.

SÍTÓN er hagsmunafélag til að gæta hagsmuna og réttar útgefenda tónbóka og bæta skilyrði til sköpunar og útgáfu tónbóka á prenti og stafrænum miðlum.

Á stofnfundi var kosin bráðabirgðastjórn sem skal m.a. fjölga stofnfélögum og undirbúa fyrsta aðalfund sambandsins fyrir október 2012. Í stjórn voru kosnir Gylfi Garðarsson, Jón Kristinn Cortez og Björgvin Þ Valdimarsson.

Allir sem hafa gefið út tónlistarefni geta sótt um aðild. Eina kvöðin er að uppfylla skilaskyldu Landsbókasafns með ISBN númeruðu tónlistarriti og munu stjórnarmenn aðstoða við að uppfylla það skilyrði.