Samband íslenskra tónbókaútgefenda
dæmi um útgefið efni
Jón Þórarinsson – Sönglög
Heildarútgáfa einsöngslaga Jóns Þórarinssonar, 22 talsins. Þar af sum frumútgefin hér.
Jón Þórarinsson: 1917-2012.
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 1997 – A4+ (9"x12") – 80 bls. Um útgefandann
Blokkflautu-leikur 1. hefti
Fyrir byrjendur í blokkflautuleik, 7-8 ára, í einstaklings- eða hópnámi. Áhersla á leiðbeiningar til kennarans, sem nýtist um leið foreldrum og mörgum nemendum. Rík áhersla er á mikilvægi spuna og sýnt hvernig það er gert. 65 lög eru í bókinni, þ.á.m. stef og raddsetningar bókarhöfundar fyrir tiltekna þjálfun. Bókstafahljómar eru yfir nótunum (píanó, gítar o.s.frv.).
Höfundur bókar: Björgvin Þ. Valdimarsson. Myndahöfundur: Sigríður M. Njálsdóttir.
Nótnaútgáfa BÞV – 2002 – A4 – 28 bls. Um útgefandann
Tónfimi I – Horn
Úr ritröð kennsluhefta í tónfræði, sérsniðin fyrir nemendur í grunnnámi á blásturshljóðfæri.
Höfundar: Berglind Stefánsdóttir og Össur Geirsson
Nostur – 2018 – A4 – 67 bls. Um útgefandann
Lögin úr Skilaboðaskjóðunni
15 sönglög Jóhanns úr Skilaboðaskjóðunni. Píanóútsetningar með hljómabókstöfum yfir laglínum og söngtextum Þorvaldar Þorsteinssonar.
Höfundur laga og útsetninga: Jóhann G. Jóhannsson
JGJ útgáfa - 2008 - A4+ (9"x12") - 35 bls. Um útgefandann
Tónfimi I – Túba
Úr ritröð kennsluhefta í tónfræði, sérsniðin fyrir nemendur í grunnnámi á blásturshljóðfæri.
Höfundar: Berglind Stefánsdóttir og Össur Geirsson
Nostur – 2018 – A4 – 67 bls. Um útgefandann
Gítar jól (gítarjól)
Gítar jól - Vinsæl jólasönglög útsett til fjölbreytts gítarleiks
31 af vinsælustu jólasönglögunum. Nótur af gítarútsetningum fyrir byrjendur og lengra komna. Grip og leiðbeiningar fyrir áslátt (e. strum). TAB fyrir brotna hljóma og gítargrip. Textar með bókstafshljómum.
Á heimasíðu bókanna, Gítarleikur.is, hægt að hlusta á lögin í bókum útgáfunnar.
Höfundur: Þorvaldur Már Guðmundsson (samval, kennslufræði og útsetningar)
Nótnaútgáfa Þ.M.G – 2009 – A4 – 55 bls. Um útgefandann
Söngvasveigur 5 – Út um græna grundu
Söngvasveigur 5 - Út um græna grundu - 55 íslensk og erlend lög fyrir barnakóra og kvennakóra (sópran og alt) Efnisval og framsetning: Þórunn Björnsdóttir og Egill Rúnar Friðleifsson Skálholtsútgáfan – 1995 – B5 – 101 bls. Um útgefandann Söluaðili er netverslun Skálholtsútgáfunnar og Kirkjuhúsið. Aðrir SÖLUAÐILAR
Sveinbjörn Sveinbjörnsson – Einsöngslögin A-N
Tveggja binda heildarútgáfa með 82 einsöngslögum eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
14 sönglög eru auk þess tvísett með textaþýðingum á íslensku. Samtals eru bindin tvö 510 blaðsíður.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 2017 – A4+ (9"x12") – 257 bls. Um útgefandann
Best að borða ljóð
17 sönglög eftir Jóhann, flest samin árið 1999 við valin ljóð úr bókum Þórarins Eldjárns.
Höfundur laga og útsetninga: Jóhann G. Jóhannsson
JGJ útgáfa – 2014 – A4+ (9"x12") – 44 bls. Um útgefandann
Sönglög eftir Sigvalda Snæ Kaldalóns
Fyrir einsöngvara, blandaðan kór og píanó. 24 sönglög eftir Sigvalda Snæ, þar af 9 einsöngslög og 2 dúettar með útsettum píanómeðleik. Kórlög án meðleiks eru 7 (a capella) en 6 kórlög eru með píanómeðleik. Einsöngur skiptist á milli sóprans, alts, baritons og bassa.
Höfundur laga og útsetninga: Sigvaldi Snær Kaldalóns
Höfundarúgáfa – 2004 – A4 – 77 bls.
SÖLUAÐILAR Um útgefandann
Klarínettmiðuð tónfræði – Grunnnám 2
Úr ritröð samhæfðra kennsluhefta í tónfræði fyrir börn og fullorðna í hljóðfæranámi. Fylgir kröfum námsskrár í tónlist. Ritröðin var tilraunakennd fyrir frumútgáfu.
Höfundur: Þórir Þórisson
Útgefið af höfundi – 2017 – A4 – 47 bls. Um útgefandann
Samleikssafn – Kvartett III-A
Svíta íslenskra þjóð- og rímnalaga, útsett fyrir klarínettukvartett. 3 klarínettur í Bb og bassaklarínetta í Bb (eða klarínettukór). Byggt á verkum eftir Jón Leifs og Jón Ásgeirsson. Raddskrá er 8 blaðsíður. Hljóðfæraraddir eru 4 bls. hver.
Höfundur: Sigurður Ingvi Snorrason (Samval, útsetningar, framsetning)
Musis – 2010 – A4 – 24 bls. Um útgefandann