Samband íslenskra tónbókaútgefenda
dæmi um útgefið efni
Jólalögin mín – Básúna
81 jólalag fyrir Básúnu sem miðast við spilahæfni í grunn- og miðnámi. Bókstafahljómar fyrir meðleikara í hverju lagi. 8 lög eru í tveimur útsetningum.
Samval, framsetning, nótnasetning og umbrot: Össur Geirsson
Höfundur bókar: Össur Geirsson
Nostur – 2013 – A4 – 50 bls. Um útgefandann
Sveinbjörn Sveinbjörnsson – Einsöngslögin A-N
Tveggja binda heildarútgáfa með 82 einsöngslögum eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
14 sönglög eru auk þess tvísett með textaþýðingum á íslensku. Samtals eru bindin tvö 510 blaðsíður.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 2017 – A4+ (9"x12") – 257 bls. Um útgefandann
Árni Thorsteinsson – Einsöngslögin
Heildarútgáfa einsöngslaga Árna Thorsteinssonar, 47 talsins, sum frumútgefin hér.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 2018 – A4+ (9"x12") – 128 bls. Um útgefandann
Einsöngslög I (Há / Lág)
Sýnisbók með 19 einsöngslögum eftir 18 tónskáld.
Gefur innsýn í fjölbreytni íslenskra einsöngslaga og ólík efnistök höfunda.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 1994-97 – A4+ (9"x12") – 56 bls. Um útgefandann
Söngvasafn Kaldalóns 1. og 2. hefti
24 sönglög sem birtust upprunalega í 4 heftum á árunum 1916-1920.
Höfundur: Sigvaldi Stefánsson Kaldalóns
Kaldalónsútgáfan – 1946/.../94 – A4+ (9"x12") – 65 bls.
Um útgefandann
Gleðibankabókin – Eurovision 1986-2011
24 fyrstu lög Íslands í Eurovision söngvakeppninni. Tónlist hvers lags (textar, hljómar, grip, nótur) ásamt miklum lykilfróðleik frá Jónatani Garðarssyni og fleirum (nánar í vörulýsingu fyrir neðan).
Nótuútgáfan – 2011 – A4 – 112 bls. Um útgefandann
MP3: Byrjun "Nínu" í keppninni
PDF: Byrjun "Nínu" í bókinni
Píanó-leikur 2. hefti
Kennslubók fyrir grunnnám í píanóleik. Léttar byrjenda-útsetningar af þekktum íslenskum og erlendum lögum ásamt nokkrum tónfræðiverkefnum. Áhersla er lögð á að spila eftir minni (eftir eyranu) og að útsetja lög. Nótnaútgáfa BÞV - 2014 - A4 - 47 bls. Um útgefandann SÖLUAÐILAR
Sönglög eftir Sigvalda Snæ Kaldalóns
Fyrir einsöngvara, blandaðan kór og píanó. 24 sönglög eftir Sigvalda Snæ, þar af 9 einsöngslög og 2 dúettar með útsettum píanómeðleik. Kórlög án meðleiks eru 7 (a capella) en 6 kórlög eru með píanómeðleik. Einsöngur skiptist á milli sóprans, alts, baritons og bassa.
Höfundur laga og útsetninga: Sigvaldi Snær Kaldalóns
Höfundarúgáfa – 2004 – A4 – 77 bls.
SÖLUAÐILAR Um útgefandann
Sígild sönglög 2
100 "rútubílasöngvar", íslensk og erlend lög fyrir einstaklings- eða samsöng og hljóðfæraleik. INNIHALD Bókarhöfundur: Gylfi Garðarsson (Samval, framsetning, nótnasetning, umbrot) Nótuútgáfan – 1995/../2004 – A5 – 138 bls. Um útgefandann Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar.
Söngvasafn Kaldalóns 7. hefti
23 sönglög: 15 fyrir einsöng og píanó. 8 fyrir kóra.
Höfundur: Sigvaldi Stefánsson Kaldalóns
Kaldalónsútgáfan – 1946/.../79 – A4+ (9"x12") – 62 bls.
Um útgefandann
MelodiNord – Klarinett
100 þjóðlög frá Norðurlöndunum og þjóðarbrotum innan þeirra, tónsett fyrir viðkomandi hljóðfæri. Bókin er gott ítarefni í hljóðfæranámi eða almennum hljóðfæraleik. Lagavalið gefur heildarsýn yfir þjóðlagahefð frá heimshlutanum. Bókstafahljómar eru við lögin en ekki söngtextar.
Höfundur bókar: Jón Aðalsteinn Þorgeirsson (samval, framsetning, nótur, umbrot)
Höfundarútgáfa – 2013 – A4 – 39 bls. Um útgefandann
Sjö íslensk þjóðlög fjórhent fyrir píanó
Sjö vinsæl íslensk þjóðlög í vönduðum útsetningum fyrir fjórar hendur (dúett) á píanó. Miðað er við grunn- og miðnám á hljóðfærinu. Efnisyfirlit, formáli og undirfyrirsagnir eru á ensku, þýsku og ungversku auk íslenskunnar.
Útsetningar: Vilberg Viggósson
Ete Edition – 2010 – A4+ (9"x12") – 47 bls. Um útgefandann