Samband íslenskra tónbókaútgefenda
dæmi um útgefið efni
Sjö íslensk þjóðlög fjórhent fyrir píanó
Sjö vinsæl íslensk þjóðlög í vönduðum útsetningum fyrir fjórar hendur (dúett) á píanó. Miðað er við grunn- og miðnám á hljóðfærinu. Efnisyfirlit, formáli og undirfyrirsagnir eru á ensku, þýsku og ungversku auk íslenskunnar.
Útsetningar: Vilberg Viggósson
Ete Edition – 2010 – A4+ (9"x12") – 47 bls. Um útgefandann
Íslensk einsöngslög 5
Sýnisbók með 34 einsöngslögum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands 2018.
Gefur innsýn í mikla fjölbreytni íslenskra einsöngslaga og ólík efnistök höfundanna.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 2017 – A4+ (9″x12″) – 112 bls. Um útgefandann
Sönglög I
19 einsöngslög, valin samkv. námskrá menntamálaráðuneytisins fyrir grunnnám í söng.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 1994 – A4+ (8,5"x12") – 46 bls. Um útgefandann
Söngvasveigur 7 / 9 – Te Deum
Söngvasveigur 7 / 9 - Te Deum - (18)/50 kirkjulegir söngvar fyrir barna- og kvennakóra
Söngvarnir hæfa trúarlegum athöfnum svo sem skírn, brúðkaupum og hátíðum kirkjuársins.
Efnisval og framsetning: Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, Jón Stefánsson og Þórunn Björnsdóttir
Umsjón útgáfu: Hrafnhildur Blomsterberg og Edda Möller
Skálholtsútgáfan – 1996/1997 – B5 – (24 bls.)/115 bls. Um útgefandann
Söluaðili er netverslun Skálholtsútgáfunnar og Kirkjuhúsið. Aðrir SÖLUAÐILAR
Básúnumiðuð tónfræði – Grunnnám 1
Úr ritröð samhæfðra kennsluhefta í tónfræði fyrir börn og fullorðna í hljóðfæranámi. Fylgir kröfum námsskrár í tónlist. Ritröðin var tilraunakennd fyrir frumútgáfu.
Höfundur: Þórir Þórisson
Útgefið af höfundi – 2017 – A4 – 35 bls. Um útgefandann
Söngvasveigur 11 – Sé drottni dýrð
Söngvasveigur 11 - Sé drottni dýrð - 60 kirkjulegir aðventu- og jólasöngvar fyrir blandaða kóra
Lögin eru mislétt í flutningi en meirihluti þeirra á að nýtast flestum kórum.
Ritstjóri: Guðrún Finnbjarnardóttir
Skálholtsútgáfan – 2000 – ISBN 9979765054 – B5 – 130 bls. Um útgefandann
Söluaðili er netverslun Skálholtsútgáfunnar og Kirkjuhúsið. Aðrir SÖLUAÐILAR
Sönglög V
29 einsöngslög, valin samkv. námskrá menntamálaráðuneytisins fyrir miðnám í söng.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 1998 – A4+ (8,5"x12") – 84 bls. Um útgefandann
Jólalög fyrir píanó 1. hefti
17 íslensk og erlend jólalög útsett fyrir fjórar hendur (fjórhent). Útsetningarnar eru hugsaðar fyrir börn sem eru að hefja grunnnám í píanóleik (1. stig). Textar fylgja flestum lögunum. Nótnaútgáfa BÞV – 1995/2015/2021 – A4 – 32 bls. Um útgefandann
Tónfimi I – Trompet
Úr ritröð kennsluhefta í tónfræði, sérsniðin fyrir nemendur í grunnnámi á blásturshljóðfæri.
Höfundar: Berglind Stefánsdóttir og Össur Geirsson
Nostur – 2018 – A4 – 67 bls. Um útgefandann
Samleikssafn – Kvartett I-B
Fjögur íslensk sönglög útsett fyrir blásturs- og/eða strokhljóðfæri í C og Bb. Hjá lygnri móðu–Í fjarlægð–Skólavörðuholtið–Íslenskt vögguljóð á hörpu. Fyrsta og önnur rödd eru í G-lykli. Þriðja rödd í G- og alt-lykli. Fjórða rödd í G- og F-lykli. Raddskrá með ljóðatextum er 12 blaðsíður. Hver hljóðfærarödd er 4 blaðsíður.
Höfundur: Sigurður Ingvi Snorrason (Samval, útsetningar, framsetning)
Musis – 2010 – A4 – 28 bls. Um útgefandann
Jólalögin mín – Tenórsaxófónn
81 jólalag fyrir tenórsaxófón sem miðast við spilahæfni í grunn- og miðnámi. Bókstafahljómar fyrir meðleikara í hverju lagi. 8 lög eru í tveimur útsetningum.
Samval, framsetning, nótnasetning og umbrot: Össur Geirsson
Höfundur bókar: Össur Geirsson
Nostur – 2013 – A4 – 50 bls. Um útgefandann
Píanó-leikur 1. hefti
Kennslubók fyrir grunnnám í píanóleik. Léttar byrjendaútsetningar af þekktum íslenskum og erlendum lögum ásamt nokkrum tónfræðiverkefnum. Áhersla er lögð á að spila eftir minni (eftir eyranu) og að útsetja lög. Nótnaútgáfa BÞV – 2014 – A4 – 47 bls. Um útgefandann