Sviðsverk
Tónlist sem tengist sviðslistum (söngleikir, ópera, leikrit, dans).
Dísa ljósálfur
Hefti í A4 stærð sem inniheldur 13 frábær lög eftir Gunnar Þórðarson við texta Páls Baldvins Baldvinssonar í söngleiknum Dísu ljósálfi. Laglínunótur með hljómabókstöfum yfir og textum undir. Öll textaerindi standa auk þess sjálfstætt hægra megin á hverri opnu.
Nótuútgáfan – 2010 – A4 – 28 bls. Um útgefandann
MP3: Byrjunin á "Ég er bý"
PDF: Ókeypis kynningaropna úr bókinni
Dísa ljósálfur-Ég er bý
KYNNING Á TÓNBÓK
"Ég er bý" er eitt af 13 sönglögum í tónbókinni "Dísa ljósálfur". Í bókinni eru birtar laglínunótur, texti og hljómar hvers söngs. SMELLTU HÉR til að hlusta á byrjun lagsins eða á gula hnappinn fyrir neðan til að sækja PDF opnu úr bókinni.
Lögin úr Skilaboðaskjóðunni
15 sönglög Jóhanns úr Skilaboðaskjóðunni. Píanóútsetningar með hljómabókstöfum yfir laglínum og söngtextum Þorvaldar Þorsteinssonar.
Höfundur laga og útsetninga: Jóhann G. Jóhannsson
JGJ útgáfa - 2008 - A4+ (9"x12") - 35 bls. Um útgefandann
Söngdansar I
Frumútgáfa af 15 vönduðum píanóútsetningum Magnúsar Ingimarssonar á sönglögum Jóns Múla og Jónasar Árnasona úr söngvaleikjunum Rjúkandi ráði og Járnhausnum.
Hljómabókstafir eru yfir nótunum þannig að bókin nýtist einnig fyrir flest önnur hljómaspilshljóðfæri. Laglínan er að jafnaði efsta rödd í útsetningunum og textar þar yfir.
Höfundar: Jón Múli Árnason og Jónas Árnason
Nótuútgáfan – 1995 – A4 – 33 bls. Um útgefandann
Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar
Söngdansar II
Frumútgáfa af 16 vönduðum píanóútsetningum Carls Billich og Magnúsar Ingimarssonar á sönglögum Jóns Múla og Jónasar Árnasona úr söngvaleikjunum Allra meina bót og Deleríum búbónis.
Hljómabókstafir eru yfir nótunum sem nýtist fyrir flest hljómaspilshljóðfæri. Laglínan er að jafnaði efsta rödd í útsetningunum og textar þar yfir.
Höfundar: Jón Múli Árnason og Jónas Árnason
Nótuútgáfan – 1996/2004 – A4 – 37 bls. Um útgefandann
Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar
Svið, við og þið
21 sönglag eftir Jóhann við texta Þórarins Eldjárns úr 4 barnaleiksýningum Þjóðleikhússins. Píanóútsetningar, söngtextar og hljómabókstafir yfir laglínum.
Höfundur laga og útsetninga: Jóhann G. Jóhannsson
JGJ útgáfa – 2014 – A4+ (9"x12") – 47 bls. Um útgefandann