Sígild sönglög 1-2 – Textar, nótur, hljómar, grip
Sígild sönglög bækurnar eru safnrit með nótnalaglínur sérvaldrar tónlistar í anda svonefndra „rútubílasöngva“ og vasasöngbóka. Í hvorri bók eru laglínur 100 íslenskra og erlendra sönglaga fyrir einstaklings- eða samsöng og hljóðfæraleik á píanó, gítar, harmoniku eða önnur hljóðfæri. Bókstafahljómar eru yfir laginu, oftast í samræmi við frumheimild. Griptöflur fyrir gítar-, píanó- og harmoniku eru innan á bókarkápum. Í flestum tilfellum fylgja öll textaerindi laginu og fyrsta erindið aukalega undir nótum. Við mörg laganna er getið um uppruna svo sem erlent heiti lags og tilurðarsögu ásamt heimildatilvísunum. Heimildaskrá er 3 bls. Til að auðvelda leit að efni inniheldur efnisyfirlit beggja bóka heiti laga, upphöf, viðkvæði og atriðisorð í báðum bókum.
Lagaval 1. heftis er miðað við fyrri hluta 20. aldar og þaðan af eldra efni ásamt örfáum yngri viðbótum – frá þjóðlögum til dægurlaga. Í 2. hefti er áhersla á sönglög áranna 1930-1960 með einstaka eldri og yngri viðbótum. Að hætti „rútubílasöngva“ er textaefnið fjölþætt svo sem ættjarðarljóð, amorsvísur, barnagælur, ferðavísur, drykkjuvísur og jólakvæði.
Samval og framsetning: Gylfi Garðarsson
Nótuútgáfan – 1995/../2004 – ISBN 9979600918 – A5 – 138 bls. (nánar á Leitir.is)
Sígild sönglög 2
100 „rútubílasöngvar“, íslensk og erlend lög fyrir einstaklings- eða samsöng og hljóðfæraleik. INNIHALD
Bókarhöfundur: Gylfi Garðarsson (Samval, framsetning, nótnasetning, umbrot)
Nótuútgáfan – 1995/../2004 – A5 – 138 bls. Um útgefandann
Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar.
Útgefandi | |
---|---|
Ritröð |
Áhugavert efni
Jólasöngvar – Nótur
93 íslensk og erlend jóla- og áramótalög fyrir einstaklings- eða samsöng og hljóðfæraleik. (Innihald) Bókarhöfundur: Gylfi Garðarsson (Efnisval, framsetning, nótnasetning, umbrot) Nótuútgáfan – 1996/../2008 – A5 – 111 bls. Um útgefandann Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar.
Sígild sönglög 1
100 "rútubílasöngvar", íslensk og erlend lög fyrir einstaklings- eða samsöng og hljóðfæraleik. INNIHALD Bókarhöfundur: Gylfi Garðarsson (Efnisval, framsetning, nótnasetning, umbrot) Nótuútgáfan – 1993/../2005 – A5 – 125 bls. Um útgefandann Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar.
Tengdar vörur
Í útileguna – með ferðalögin
Jólalögin mín – B-Túba
Jólalögin mín – Básúna
Jólalögin mín – F-Horn
Jólalögin mín – Þverflauta
Jólasöngvar – Textar
118 söngtextar við 93 íslensk og erlend jóla- og áramótalög fyrir einstaklings- eða samsöng. (Innihald) Bókarhöfundur: Gylfi Garðarsson (Samval, framsetning, nótnasetning, umbrot) Nótuútgáfan – 1996 – A6 – 120 bls. Um útgefandann Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar.