Að spila á píanó eftir eyranu 1. og 2. hefti eru kennslubækur fyrir píanónemendur komna af byrjendastigi.
Í bókunum eru 5 grunnþættir notaðir til að þjálfa laglínu- og hljómaspil eftir eyranu auk lesturs nótna og hljómabókstafa af blaði. Markmiðið er að auka skilning og tilfinningu nemandans á uppbyggingu laglína og hljóma og þjálfa tilfinningu og færni hans á hljómborðinu.
Höfundur: Björgvin Þ. Valdimarsson (samval, kennslufræði og útsetningar)
Nótnaútgáfa BÞV – 2002 – ISBN 9979951001 – A4 – 39 bls.
Nótnaútgáfa BÞV – 2002 – ISBN 9979951001 – A4 – 39 bls.