Útgáfa tónheyrnarbókanna Music & Notation á rætur að rekja til tilraunaútgáfu kennsluefnis fyrir tónheyrn undir heitinu Tónar og skrift árið 1997. Höfundar bókanna, þær Guðfinna Guðlaugsdóttir, Marta E. Sigurðardóttir og Þórunn Björg Sigurðardóttir, gáfu efnið síðan formlega út undir útgáfunafninu Tónar og skrift árið 2001.

Marta útskrifaðist úr tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1987. Hún starfaði sem tónfræðikennari og deildarstjóri hjá Tónlistarskóla Kópavogs frá 1986 til 2018. Guðfinna útskrifaðist úr tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1988. Hún hefur starfað sem tónfræðikennari, lengst af hjá Tónlistarskóla Kópavogs til ársins 2018. Þórunn Björg útskrifaðist úr tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1989. Hún hefur starfað sem forskóla- og tónfræðikennari frá 1990 til 2010 við Tónlistarskólann í Hafnarfirði, Tónlistarskóla Kópavogs og Tónskólann Do Re Mi.  Guðfinna og Marta voru stofnfélagar í SÍTÓN 2012.