Útgáfa Ópus tónfræðibókanna ásamt tengdu efni á íslensku og ensku hófst 2008. Höfundar bókanna eru Marta E. Sigurðardóttir og Guðfinna Guðlaugsdóttir og gefa þær efnið út undir nafni Opus Music Theory.
Marta útskrifaðist úr tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1987. Hún starfaði sem tónfræðikennari og deildarstjóri hjá Tónlistarskóla Kópavogs frá 1986 til 2018. Guðfinna útskrifaðist úr tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1988. Hún hefur starfað sem tónfræðikennari, lengst af hjá Tónlistarskóla Kópavogs til ársins 2018. Guðfinna og Marta voru stofnfélagar í SÍTÓN 2012.
Vefsíða: Opusmusic.is