Útgáfan Musis var stofnuð árið 2010 af Sigurði Ingva Snorrasyni utanum útgáfu á útsetningum hans fyrir ýmsar hljóðfærasamsetningar.
Sigurður lauk framhaldsnámi í klarínettuleik með lokaprófi frá Hochschule für Musik í Vin 1971. Helstu störf hans í tónlistarmálum hafa tengst klarínettuleik í og utan Sinfóníuhljósveitar Íslands og tónlistarkennslu nemenda á framhaldsstigi. Sigurður hefur verið hvatamaður í ýmsum hagsmuna- og fagmálefnum tónlistarlífsins og sinnt margs konar trúnaðarstörfum því tengdu. Á vefsíðu Ísmús er nánari lýsing á starfsferli Sigurðar. Sigurður hefur verið félagi í SÍTÓN frá 2013.