Edition ETE útgáfan var stofnuð árið 2002 af Vilbergi Viggóssyni utanum útgáfu á útsetningum hans fyrir píanó.
Vilberg lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1982 og framhaldsnámi frá Sweelinck Conservatorium 1989. Hann stofnaði tónlistarskólann Do Re Mi ásamt fleirum árið 1994 og hefur verið skólastjóri hans frá upphafi. Helstu störf Vilbergs í tónlistarmálum hafa verið á sviði tónlistarkennslu, kórstjórnar og útsetninga.
Vilberg var stofnfélagi í SÍTÓN 2012.