Um SÍTÓN

Tónbækur eru útgefnar nótur eða kennslugögn og fræðirit,
ásamt tengdu efni, til miðlunar tónlistarefnis á prenti

Þann 30. maí 2012 var Samband íslenskra tónbókaútgefanda, SÍTÓN, stofnað af útgefendum nótnabóka og skylds tónlistarefnis á Íslandi.
Í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir Gylfi Garðarsson, Björgvin Þ. Valdimarsson og Jón Kristinn Cortez.

Markmið SÍTÓN er að gæta hagsmuna og réttar útgefenda tónbóka og bæta skilyrði til sköpunar og útgáfu tónbóka á prenti og stafrænum miðlum.
Mikil vöntun er á íslenskum tónbókum fyrir skóla og almenna tónlistariðkun en skilyrði til starfseminnar eru hins vegar afar slæm, aðallega vegna ólöglegrar afritunar.

Útgefendur nótna og annarra tónbóka geta sótt um aðild að SÍTÓN.