Um fundi sem tengjast félaginu eða faginu.

Aðalfundur 2013

Aðalfundur SÍTÓN 2013 var haldinn 29. maí í Tónlistarsafni Íslands, Kópavogi.
Í stjórn voru kosnir Gylfi Garðarsson, formaður, Björgvin Þór Valdimarsson, gjaldkeri og Jón Kristinn Cortez, ritari.
Varamenn í stjórn voru kosnar Marta Sigurðardóttir, Guðfinna Guðlaugsdóttir og Linda Margrét Sigfúsdóttir. Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Sigvaldi Snær Kaldalóns og Sigurður I. Snorrason.

Verkefni nýliðins vetrar
Í greinargerð formanns um gang verkefna frá síðasta aðalfundi ber hæst baráttu SÍTÓN fyrir aðild að Fjölís auk fleiri góðra mála eins og fjölgun félaga, kynning á félaginu, aðild að erlendum samtökum, kynning íslenskra tónbókaútgefenda á Musikmesse Frankfurt, tilkynning um ljósritunarbann og ýmislegt fleira.

Verkefni út 2013
Af verkefnum félagsins fram að næsta aðalfundi ber hæst áframhaldandi barátta fyrir aðild að Fjölís, nú fyrir gerðardómi, og úrvinnsla málsins eftir að dómur hefur fallið í sumar. Haldið verður áfram með kynningu á félaginu, fjölgun félaga, erlent og innlent samstarf og ýmislegt fleira eftir föngum. Sérstaklega verður reynt að leita leiða til erlendrar kynningar og útflutnings á íslenskum tónbókum ef styrkir og hjálp fæst frá viðeigandi sjóðum, stofnunum og öðrum mögulegum aðilum.

Á Musikmesse Frankfurt

Formaður SÍTÓN fór á tónlistarkaupstefnuna í Frankfurt í apríl m.a. til að kynna efni íslenskra útgefenda.  Á fyrsta degi stefnunnar voru pallborðsumræður á vegum sambands tónbókaútgefenda Þýskalands (DMV) og alþjóðasamtaka tónbókaútgefenda (ICMP). Eins og sést á bakgrunni myndarinnar að neðan var efni fundarins fjölföldun tónbóka í tónlistarkennslu og leiðir til að svara því.

Gylfi Garðarsson frá SÍTÓN og Ger Hatton framkvæmdastjóri ICMP

Gylfi Garðarsson frá SÍTÓN og Ger Hatton framkvæmdastjóri ICMP

SÍTÓN aðild að ICMP

Brussels, 8 April 2013 – The ICMP Board has approved unanimously the associate membership applications of … the Icelandic Music Publishers Association (SITON) … at its board meeting of 18 March 2013.

Founded in 2012 by 10 music publishers, Iceland’s SITON is in its infancy but “working with ICMP is important to realise our growth and will help us gain access to best practise for the benefit of music publishers and the general music market in Iceland,” said SITON Chairman, Gylfi Gardarsson.

Welcoming the three new members, ICMP Director General Ger Hatton said, “We are very pleased to have these new members from the North and South of Europe who will help our international advocacy programme, through a consolidated global presence, in addressing key IP and copyright issues on behalf of the worldwide music publishing community.”

Nánar:
http://www.icmp-ciem.org/node/377

Aðalfundur 2012

Fyrsti aðalfundur SÍTÓN var haldinn þann 10. október 2012 í sal Tónlistarsafns Íslands, Kópavogi.
Í stjórn félagsins voru kosnir Gylfi Garðarsson (formaður), Björgvin Þór Valdimarsson (gjaldkeri) og Jón Kristinn Cortez (ritari) en þeir höfðu forgöngu um stofnun félagsins vorið 2012 og voru kosnir í undirbúningsstjórn þess á stofnfundinum í maí s.l.
Varamenn í stjórn voru kosnar Dagný Marínósdóttir, Linda Margrét Sigfúsdóttir, Marta Sigurðardóttir og Guðfinna Guðlaugsdóttir. Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Þórir Þórisson og Sigvaldi Snær Kaldalóns.

Verkefni frá stofnfundi
Formaður gerði grein fyrir störfum undirbúningsstjórnar eftir stofnfundinn. Félagið var skráð og fékk kennitölu, keypt var veflénið „siton.is“, kynningarefni var útbúið og dreift á tveimur tónlistakennarþingum haustsins og þingi skólastjóranna. Greinargerð með umsókn um aðild að Fjölís er tilbúin.

Verkefni komandi vetrar
Af verkefnum félagsins fram að næsta aðalfundi hefur umsókn um aðild að Fjölís algeran forgang. Að auki verður áhersla á fjölgun félaga, innheimtu félagsgjalda og kynningu félagsins. Uppsetningu vefsíðu og ýmsum öðrum málum verður reynt að sinna eftir föngum.

Stofnfélagar
Eftirfarandi meðlimir, sem sátu stofnfundinn í maí og þennan fyrsta aðalfund, eru stofnfélagar SÍTÓN:

Flautubókin
Gítarskólinn
Hlustun og greining
Höfum gaman ehf
Ísalög
Kaldalónsútgáfan
Nótnaútgáfa B.Þ.V.
Nótuútgáfan
Opus og tónfræðibækurnar
Skálholtsútgáfan

Samband íslenskra tónbókaútgefenda

Samband íslenskra tónbókaútgefenda, SÍTÓN, var stofnað 30. maí 2012 af útgefendum nótnabóka og skylds tónlistarefnis.

SÍTÓN er hagsmunafélag til að gæta hagsmuna og réttar útgefenda tónbóka og bæta skilyrði til sköpunar og útgáfu tónbóka á prenti og stafrænum miðlum.

Á stofnfundi var kosin bráðabirgðastjórn sem skal m.a. fjölga stofnfélögum og undirbúa fyrsta aðalfund sambandsins fyrir október 2012. Í stjórn voru kosnir Gylfi Garðarsson, Jón Kristinn Cortez og Björgvin Þ Valdimarsson.

Allir sem hafa gefið út tónlistarefni geta sótt um aðild. Eina kvöðin er að uppfylla skilaskyldu Landsbókasafns með ISBN númeruðu tónlistarriti og munu stjórnarmenn aðstoða við að uppfylla það skilyrði.