Vel heppnuð könnun

Könnun SÍTÓN á kennlandshlutagrafsluefni tónlistar-kennara 2016 lauk 17. janúar s.l. Stjórn SÍTÓN færir kennurum og stéttarfélögum þeirra sínar bestu þakkir fyrir ómetanlega aðstoð til að verkefnið skyldi heppnast jafn vel og raunin varð. Þátttaka var góð og nú þegar er ljóst að í niðurstöðunum eru mikilvægar vísbendingar um æskilegar viðbætur á íslensku kennsluefni fyrir grunnstig. Talsvert verk verður að vinna úr svörunum birtingarhæf gögn og er sú vinna komin áleiðis. Vonast er til að greinargerð um könnunina verði tilbúin í apríl eða maí.

Af megin niðurstöðum má nefna að yfir 275 kennarar svöruðu könnuninni sem gerir um 33% svarhlutfall. Hlutfall fullgildra svara var um 85% sem bendir til að spurningar hafi skilist vel og greiðlega gengið að svara. Með því að bera niðurstöðugögnin saman við þætti eins og Þjóðskrá og námsgreinadreifingu nemenda er vonast til að bæta áreiðanleika svaranna umfram það sem svarhlutfallið eitt segir til um. Meðfylgjandi gröf sýna fjölda svarenda eftir landshlutum og hlutfallsdreifingu svarenda eftir kennslugreinum.

kennslugreinagraf

Save

Save

Birt í Fréttir | Færðu inn athugasemd

Könnun á tónlistarkennsluefni 2016

opus-2Á næstu dögum ýtir SÍTÓN úr vör könnun á umfangi íslensks kennsluefnis í tónlistar-skólum. Könnunin er gerð í samstarfi við FT, FÍH og STS. Hún mun standa til 15. janúar 2017. Áætlað er að gera sambærilega könnun næsta haust og síðan árlega ef vel tekst til.

Stjórn SÍTÓNs hefur unnið að undirbúningi könnunarinnar undanfarið ár með ýmis markmið í huga. Fyrst og fremst er þess vænst að niðurstöðurnar gefi marktæk svör um stöðu íslensks kennsluefnis í tónlistarskólum, hvað sé í notkun og hvar þurfi að bæta úr.

Vonast er til að framtakið skapi sameiginlegan vettvang fyrir tónlistarkennara, höfunda kennsluefnis og útgefendur varðandi íslenskt tónlistarkennsluefni þannig að grundvöllur slíkrar útgáfu verði burðugri en verið hefur hingað til.

 

Birt í Fréttir | Færðu inn athugasemd

Könnun kennsluefnis á grunnstigi

Frá vorinu 2015 hefur stjórn SÍTÓN unnið með FT, FÍH og STS að undir-búningi netkönnunar um notkun kennslubóka á grunnstigi tónlistar-skólanna. Með því að gera nokkrar slíkar kannanir er markmiðið að byggja upp tölfræðigrunn um kennsluefni í tónlistarfræðslu á Íslandi, sambærilegan álíka upplýsingum í öðrum námsgreinum innanlands og tónlistargreinum á Norðurlöndum og víðar.

Forystumenn allra félaganna eru sammála um að þær upplýsingar  sem safnast í slíkum könnunum geti gagnast tónlistarkennslunni umtalsvert. Vonast er til að upplýsingarnar muni t.d. leiða til meiri og markvissari útgáfu tónlistarkennsluefnis og auka samvinnu á milli útgefenda og kennara. Annað mikilvægt atriði er að slík gögn geta varpað ljósi á stöðu íslensks kennsluefnis samanborið við erlent en hingað til hefur sá samanburður verið ógerlegur vegna skorts á talnagögnum hérlendis.

Stefnt er að því að fyrsta könnunin fari fram um næstu áramót og munu FT og FÍH annast útsendinguna til félagsmanna sinna. Samkvæmt samþykkt haustþings STS munu skólastjórar síðan ganga eftir að allir kennarar hafi svarað könnuninni á fyrsta starfs- eða kennarafundi tónlistarskólanna eftir áramót. Reiknað er með að gera næstu könnun í skólabyrjun haustið 2017 og haustið 2018. Eftir það munu félögin meta árangurinn og taka ákvörðun um framhaldið.

Save

Save

Birt í Fréttir

Hin stórmerka saga nótnaritunar í örfáum orðum

Hvenær urðu nótur vestrænnar tónlistar til? Af hverju urðu þær eins og þær eru í dag? Í eftirfarandi pistli er stiklað á helstu atriðum í 2000 ára sögu vestrænnar nótnaritunar fram á okkar daga. Á innan við 15 mínútum er hægt að kynnast helstu atriðum í einni merkustu afurð evrópskrar menningar til varðveislu og útbreiðslu á tónlist aldanna.

Þróunarsaga nótnaritunar nær langt aftur í aldir. Hún er vel greinanleg aftur til ársins 800 í ritum klaustra og Páfagarðs en tilburðir til að lýsa tónlist í ritum má greina í enn eldri ritum Páfagarðs og Rómaveldis. Með nokkuri vissu hafa tákn á…(lesa áfram)

Brot úr Þorlákstíðum (14. öld)

Brot úr Þorlákstíðum (14. öld)

Birt í Ýmsar nótur | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Um innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014

Sem hluti af greinagerð á vegum SÍTÓN um nótnarit í landskerfi bókasafna, vorið 2014, var ritað stutt ágrip af útgáfusögu íslenskra tónbóka fyrir skóla og kirkjur á tímabilinu 1935-2014. Þar sem efnið er býsna forvitnilegt eitt og sér má lesa það í eftirfarandi sjálfstæðri grein:

Stutt ágrip af útgáfusögu íslenskra tónbóka fyrir skóla og kirkjur á tímabilinu 1935-2014

Birt í Ýmsar nótur | Merkt , , , | Ein athugasemd

Nótur í bókasöfnum

Hvert er umfang nótnarita í íslenskum bókasöfnum? Hvers konar nótnarit eru þar og hverjir standa á bak við þau? Hver er útgáfusaga tónbóka fyrir skóla og kirkjur eftir 1935?  Þessar spurningar og ýmislegt þeim tengt er umfjöllunarefni greinagerðar SÍTÓN um skylduskráð nótnarit í íslenskum bókasöfnum vorið 2014.  Sjá nánar: Nótnarit í Gegni

Nótur og nótnaútgefendur í bókasöfnum

Nótur og nótnaútgefendur í bókasöfnum

Birt í Ýmsar nótur, Fréttir | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Nótnaútgáfa og ljósritun

(Grein sem birtist í fréttabréfi Félags íslenskra kórstjóra í maí 2014)

Kor-clipartSá sem með einum eða öðrum hætti hefur tekið þátt í eða kynnst uppsetningu, fjölföldun og jafnvel útgáfu kórnótna gerir sér líklega grein fyrir fyrirhöfninni sem því fylgir að gefa formlega út nótnarit þannig að allt sé löglegt og vandað.

Annars vegar þarf að gera ráð fyrir miklum tíma, sem flestir myndu rukka fyrir en mörgum þykir ekki óeðlilegt að tónlistarmenn gefi. Hér kemur upptalning á nokkrum vinnuliðum, þó ekki öllum:
Val á verki (er eftirspurn?). Öflun leyfa hjá rétthöfum. Val á framsetningu (kápa, stærð nótna, texta og brots, staðsetning texta, viðeigandi upplýsingar á hverri síðu ofl. ofl.). Vinna við setningu og umbrot. Útvegun prófarkalesara. Bið eftir leiðréttingum í 2-4 skipti. Leiðréttingar eftir hvert skipti. Finna hagkvæma prentun. Val á pappír. Fylgjast með prentgæðum. Koma upplaginu í geymslu. Afgreiða eintök.

Hins vegar er það útlagður kostnaður, sem flestir framleiðendur myndu setja í einingarverðið en fæstir vilja greiða þegar um nótnarit er að ræða. Hér kemur upptalning á nokkrum kostnaðarliðum, þó ekki öllum:
Leyfi rétthafa. Tæki og hugbúnaður til nótnasetningar, umbrots og prentun prófarka. Akstur. Vinnuaðstaða. Aðstoð (prófarkalestur osfrv). Prentun. Geymsla. Kynning og markaðssetning. Sendikostnaður.

Spurningin um ljósritun nótna er: Hver tapar og hver hagnast þegar öll ofangreind útgjöld eru sniðgengin með ljósritun án endurgjalds?

Svarið er: Allir tapa!

Birt í Ýmsar nótur | Færðu inn athugasemd