SÍTÓN fær aðild að Fjölís skv. gerðardómi

Niðurstaða gerðardóms um aðild SÍTÓN að Fjölís var birt í gær, 11. desember.  Dæmt var að aðildin sé samþykkt og taki gildi við dómsuppkvaðninguna. SÍTÓN ber engan kostnað af málaferlinu skv. dómnum.

Formlega hófst málið þegar SÍTÓN sótti um aðild með bréfi 18. október 2012. Í allt hefur aðildarferlið því tekið 14 mánuði, þar af 5 mánuði eftir þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní.

Félagsmenn SÍTÓN fagna þessum mikilvæga áfanga og horfa nú björtum augum fram á veginn með væntingar um árangursríkt samstarf við samherja innan Fjölís. Stjórn SÍTÓN er sannfærð um að aðildin muni styrkja Fjölís varðandi tónlistarsamninga og vonandi að öðru leyti líka.

Með aðildinni mun aðkoma íslenskra tónbókaútgefenda að ljósritunarsamningum tónlistar færast nær því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Stefna SÍTÓN um eflingu útgáfu tónbóka ætti að byrja að njóta góðs af aðildinni á næsta ári eða 2015. Á næstu vikum kemur betur í ljós hve fljótt þessi nýja staða skilar því sem stefnt var að.

Gerðardómur um aðild SÍTÓN að Fjölís

SÍTÓN í alþjóðlegu samstarfi

Í mars síðastliðnum var aðild SÍTÓN samþykkt í samtökum tónbókaútgefenda á Norðurlöndum, NMU, og alþjóðasamtökum tónbókaútgefenda, ICMP.
Á Musikmesse Frankfurt voru saman komnir fulltrúar sambanda tónbókaútgefenda margra Evrópulanda og gafst þá gott tækifæri til að hitta norrænu kollegana og forystufólk ICMP.

Monika, formaður NMU, Gylfi Garðarsson og Ger Hatton frá ICMP

Monika, formaður NMU, Gylfi Garðarsson og Ger Hatton frá ICMP

SÍTÓN aðild að ICMP

Brussels, 8 April 2013 – The ICMP Board has approved unanimously the associate membership applications of … the Icelandic Music Publishers Association (SITON) … at its board meeting of 18 March 2013.

Founded in 2012 by 10 music publishers, Iceland’s SITON is in its infancy but “working with ICMP is important to realise our growth and will help us gain access to best practise for the benefit of music publishers and the general music market in Iceland,” said SITON Chairman, Gylfi Gardarsson.

Welcoming the three new members, ICMP Director General Ger Hatton said, “We are very pleased to have these new members from the North and South of Europe who will help our international advocacy programme, through a consolidated global presence, in addressing key IP and copyright issues on behalf of the worldwide music publishing community.”

Nánar:
http://www.icmp-ciem.org/node/377

Samband íslenskra tónbókaútgefenda

Samband íslenskra tónbókaútgefenda, SÍTÓN, var stofnað 30. maí 2012 af útgefendum nótnabóka og skylds tónlistarefnis.

SÍTÓN er hagsmunafélag til að gæta hagsmuna og réttar útgefenda tónbóka og bæta skilyrði til sköpunar og útgáfu tónbóka á prenti og stafrænum miðlum.

Á stofnfundi var kosin bráðabirgðastjórn sem skal m.a. fjölga stofnfélögum og undirbúa fyrsta aðalfund sambandsins fyrir október 2012. Í stjórn voru kosnir Gylfi Garðarsson, Jón Kristinn Cortez og Björgvin Þ Valdimarsson.

Allir sem hafa gefið út tónlistarefni geta sótt um aðild. Eina kvöðin er að uppfylla skilaskyldu Landsbókasafns með ISBN númeruðu tónlistarriti og munu stjórnarmenn aðstoða við að uppfylla það skilyrði.