Könnun á tónlistarkennsluefni 2016
Á næstu dögum ýtir SÍTÓN úr vör könnun á umfangi íslensks kennsluefnis í tónlistar-skólum. Könnunin er gerð í samstarfi við FT, FÍH og STS. Hún mun standa til 15. janúar 2017. Áætlað er að gera sambærilega könnun næsta haust og síðan árlega ef vel tekst til.
Stjórn SÍTÓNs hefur unnið að undirbúningi könnunarinnar undanfarið ár með ýmis markmið í huga. Fyrst og fremst er þess vænst að niðurstöðurnar gefi marktæk svör um stöðu íslensks kennsluefnis í tónlistarskólum, hvað sé í notkun og hvar þurfi að bæta úr.
Vonast er til að framtakið skapi sameiginlegan vettvang fyrir tónlistarkennara, höfunda kennsluefnis og útgefendur varðandi íslenskt tónlistarkennsluefni þannig að grundvöllur slíkrar útgáfu verði burðugri en verið hefur hingað til.