Blokkflautu-leikur 1. hefti

Fyrir byrjendur í blokkflautuleik, 7-8 ára, í einstaklings- eða hópnámi. Áhersla á leiðbeiningar til kennarans, sem nýtist um leið foreldrum og mörgum nemendum. Rík áhersla er á mikilvægi spuna og sýnt hvernig það er gert.  65 lög eru í bókinni, þ.á.m. stef og raddsetningar bókarhöfundar fyrir tiltekna þjálfun.  Bókstafahljómar eru yfir nótunum (píanó, gítar o.s.frv.).
Höfundur bókar: Björgvin Þ. Valdimarsson.  Myndahöfundur: Sigríður M. Njálsdóttir.
Nótnaútgáfa BÞV – 2002 – A4 – 28 bls.      Um útgefandann

SÖLUAÐILAR

Vörunr. ISBN 9979951028 Vöruflokkar: , Tag:
Vörulýsing
Blokkflautu-leikur 1. hefti – kennslubók fyrir sópranblokkflautu
Kennslubók fyrir byrjendur í blokkflautuleik, 7-8 ára, í einstaklings- eða hópnámi. Til að þjóna börnum með lestrarvanda er áhersla bókarinnar á leiðbeiningar til kennarans og nýtast þær um leið foreldrum og vel læsum nemendum. Rík áhersla er á mikilvægi spuna og leiðbeint hvernig það er gert með auðveldum hætti.
65 lög eru í bókinni, þar af 13 stef og raddsetningar sem bókarhöfundur semur sérstaklega fyrir tiltekna þjálfun. Flest eru lögin alþekkt sönglög, innlend og erlend. Frá miðri bók raðast lögin eftir vaxandi getu nemenda og er seinni hluta bókarinnar nær eingöngu lagasafn. Bókstafahljómar eru yfir nótunum fyrir meðleik annars hljóðfæris (píanó, gítar o.s.frv.).
Höfundur bóka og útsetninga: Björgvin Þ. Valdimarsson.  Myndahöfundur: Sigríður M. Njálsdóttir.
Nótnaútgáfa BÞV – 2002 – ISBN 9979951028 – A4 – 28 bls.
Aðrar upplýsingar
Útgefandi