Útgáfan Nostur var stofnuð árið 2012 af Össuri Geirssyni utanum útgáfu á tónlist fyrir blásara.
Össur lauk námi í básúnuleik frá Tónlistarskóla FÍH 1987 og kennaradeild málmblásara frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1988. Eftir það sótti hann framhaldsnám við Berklee College of Music í Boston. Helstu störf Össurar í tónlistarmálum hafa verið við hljómsveitarstjórn, básúnuleik, tónlistarkennslu og nótnasetningu. Hann hefur stjórnað skólahljómsveit Kópavogs síðan 1993.
Össur hefur verið félagi í SÍTÓN frá 2013.