Samband íslenskra tónbókaútgefenda
dæmi um útgefið efni
Klarínettmiðuð tónfræði – Grunnnám 2
Úr ritröð samhæfðra kennsluhefta í tónfræði fyrir börn og fullorðna í hljóðfæranámi. Fylgir kröfum námsskrár í tónlist. Ritröðin var tilraunakennd fyrir frumútgáfu.
Höfundur: Þórir Þórisson
Útgefið af höfundi – 2017 – A4 – 47 bls. Um útgefandann
Hornmiðuð tónfræði – Grunnnám 1
Úr ritröð samhæfðra kennsluhefta í tónfræði fyrir börn og fullorðna í hljóðfæranámi. Fylgir kröfum námsskrár í tónlist.
Ritröðin var tilraunakennd fyrir frumútgáfu.
Höfundur: Þórir Þórisson
Útgefið af höfundi – 2017 – A4 – 35 bls. Um útgefandann
Jólalögin mín – Tenórsaxófónn
81 jólalag fyrir tenórsaxófón sem miðast við spilahæfni í grunn- og miðnámi. Bókstafahljómar fyrir meðleikara í hverju lagi. 8 lög eru í tveimur útsetningum.
Samval, framsetning, nótnasetning og umbrot: Össur Geirsson
Höfundur bókar: Össur Geirsson
Nostur – 2013 – A4 – 50 bls. Um útgefandann
Söngdansar II
Frumútgáfa af 16 vönduðum píanóútsetningum Carls Billich og Magnúsar Ingimarssonar á sönglögum Jóns Múla og Jónasar Árnasona úr söngvaleikjunum Allra meina bót og Deleríum búbónis.
Hljómabókstafir eru yfir nótunum sem nýtist fyrir flest hljómaspilshljóðfæri. Laglínan er að jafnaði efsta rödd í útsetningunum og textar þar yfir.
Höfundar: Jón Múli Árnason og Jónas Árnason
Nótuútgáfan – 1996/2004 – A4 – 37 bls. Um útgefandann
Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar
Sönglögin okkar – Gítar
100 þjóðþekkt sönglög tónsett fyrir viðkomandi hljóðfæri. Bókin er gott ítarefni í hljóðfæranámi eða almennum hljóðfæraleik. Lögin eru innlend og erlend – þjóðlög, ættjarðarsöngvar, sálmar og dægurlög. Bókstafahljómar eru við lögin en ekki söngtextar.
Höfundur bókar: Jón Aðalsteinn Þorgeirsson (samval, framsetning, nótur, umbrot)
Höfundarútgáfa – 2009 – A4 – 39 bls. Um útgefandann
Að spila á píanó eftir eyranu 1. hefti
Kennslubók sem þjálfar það að herma eftir laglínu og hljómaspili með hlustun auk lesturs nótna og hljómabókstafa af blaði. Aðferðinni er ætlað að undirbúa nemandann til skapandi spilamennsku. Í 1. hefti kynnist nemandinn þeim 5 grunnþáttum sem aðferðin byggir á. Nótnaútgáfa BÞV – 2015 – A4 – 39 bls. Um útgefandann
Íslensk þjóðlög – Hildigunnur Rúnarsdóttir
27 þjóðlög í 30 útsetningum fyrir einsöng og píanó eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.
Ísalög – 2002 – A4+ (8,5"x12") – 43 bls. Um útgefandann
Tónheyrnarverkefni 2
Annað hefti í röð 5 kennslubóka í munnlegri tónheyrn, sem byggðar eru á námskrá í tónfræðum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Höfundur: Guðfinna Guðlaugsdóttir
Nótnaskrift – 2000/.../2020 – A5 – 44 bls. Um útgefandann
SÖLUAÐILAR
Gítar jól (gítarjól)
Gítar jól - Vinsæl jólasönglög útsett til fjölbreytts gítarleiks
31 af vinsælustu jólasönglögunum. Nótur af gítarútsetningum fyrir byrjendur og lengra komna. Grip og leiðbeiningar fyrir áslátt (e. strum). TAB fyrir brotna hljóma og gítargrip. Textar með bókstafshljómum.
Á heimasíðu bókanna, Gítarleikur.is, hægt að hlusta á lögin í bókum útgáfunnar.
Höfundur: Þorvaldur Már Guðmundsson (samval, kennslufræði og útsetningar)
Nótnaútgáfa Þ.M.G – 2009 – A4 – 55 bls. Um útgefandann
Samleikssafn – Kvartett III-B
Svíta íslenskra þjóð- og rímnalaga, útsett fyrir blásturs- og/eða strokhljóðfæri í C og Bb. Byggt á verkum eftir Jón Leifs og Jón Ásgeirsson. Fyrsta og önnur rödd eru í G-lykli. Þriðja rödd í G- og alt-lykli. Fjórða rödd í G- og F-lykli. Raddskrá er 8 blaðsíður. Hver hljóðfærarödd er 4 blaðsíður.
Höfundur: Sigurður Ingvi Snorrason (Samval, útsetningar, framsetning)
Musis – 2010 – A4 – 24 bls. Um útgefandann
Jólalögin mín – Básúna
81 jólalag fyrir Básúnu sem miðast við spilahæfni í grunn- og miðnámi. Bókstafahljómar fyrir meðleikara í hverju lagi. 8 lög eru í tveimur útsetningum.
Samval, framsetning, nótnasetning og umbrot: Össur Geirsson
Höfundur bókar: Össur Geirsson
Nostur – 2013 – A4 – 50 bls. Um útgefandann
Píanó-leikur – Lagasafn 1. hefti
25 kunn lög, útsett fyrir píanónemendur á byrjendastigi. Viðauki við Píanó-leikur 1. hefti. Blanda af stíltegundum svo sem blús, ragtime, boogie og þjóðlög.
Höfundur: Björgvin Þ. Valdimarsson
Nótnaútgáfa BÞV – 1992 – A4 – 31 bls. Um útgefandann