Jón Aðalsteinn Þorgeirsson hóf nótnaútgáfu sína árið 2008 með ritröðinni „Sönglögin okkar – 100 sönglög fyrir strengja- og blásturshljóðfæri„.
Jón útskrifaðist í klarínettuleik frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar árið 1978 og lauk einleikaraprófi frá Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Vínarborgar árið 1985. Frá námslokum hefur Jón átt litríkan og gjöfulan feril sem hljóðfæraleikari og kennari. Á vefsíðu Ísmús er nánari lýsing á starfsferli Jóns.
Jón Aðalsteinn hefur verið félagi í SÍTÓN frá 2013.